Baldur vann sinn riðil (myndskeið)

Baldur Vilhelmsson.
Baldur Vilhelmsson. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Baldur Vilhelmsson vann sinn undanriðil í „slopestyle“-brettakeppni á vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Sarajevó og Austur-Sarajevó í Bosníu.

Tryggði hann sér þar með þátttökurétt í úrslitum greinarinnar sem fara fram á dag. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Baldur á fleygiferð í brekkunni.

Fjórir íslenskir strákar kepptu á snjóbretti (slope style), þátttakendur fengu tvær tilraunir og gilti sú betri. Baldur Vilhelmsson varð efstur í sínum riðli undankeppninnar með einkunnina 89,67 (80,67). Kolbeinn Thor Finnsson lenti í 16. sæti í sama riðli með einkunnina 49,00  (25,00). Bjarki Arnarsson er í 14. sæti í sínum riðli með einkunnina 50,00 (23,33) og Birkir Thor Arason í 15. sæti í sama riðli með 48,67 (13,33).  

Þrír efstu í hvorum riðli tryggðu sig beint inn í úrslit sem fara fram á morgun. Þar keppa þeir sem lentu í 4.-12. sæti í riðlunum tveimur um sex laus sæti í úrslitunum. Baldur verður því einn af tólf sem keppa til úrslita í greininni.

Fanney Rún Stefánsdóttir og Kolfinna Íris Rúnarsdóttir kepptu í 7,5 km skíðagöngu. Fanney Rún náði tímanum 33:33.0 og var í 66. sæti. Kolfinna Íris náði tímanum 32:24.9 og var í 63. sæti. 78 keppendur tóku þátt í göngunni. Anja Weber frá Sviss sigraði á tímanum 25:22.5. 

Í 10 km göngu pilta kepptu þeir Jakob Daníelsson og Egill Bjarni Gíslason. Jakob varð í 65. sæti á tímanum 36:35,8 og Egill Bjarni í 68. sæti á tímanum 37:01,5. Sigurvegari keppninnar var Frakkinn Florian Perez á tímanum 30:37,8.

Í svigi stúlkna keppti Guðfinna Eir Þorvaldsdóttir. Í fyrri ferðinni skíðaði hún á 57,88 sekúndum en féll úr keppni í seinni ferðinni. Aðstæður voru mjög erfiðar og margir keppendur sem heltust úr lestinni.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert