Vonarstjarna Japana greind með hvítblæði

Rikako Ikee.
Rikako Ikee. AFP

Rikako Ikee, hin 18 ára gamla sunddrottning frá Japan og ein helsta vonarstjarna Japana á Ólympíuleikunum sem haldnir verða í Tokyo í Japan á næsta ári, hefur verið greind með hvítblæði.

Ikee, sem er 18 ára gömul, greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni, en hún sló í gegn á Asíuleikunum á síðasta ári þar sem hún vann til sex gullverðlauna og hefur þótt líkleg til stórafreka í heimaborg sinni á næsta ári þegar Ólympíuleikarnir fara fram.

„Eftir að hafa liðið illa fór ég skyndi frá Ástralíu og gekkst undir rannsókn þar sem ég var greind með hvítblæði. Ég trúi þessu ekki sjálf og er í ruglingsástandi,“ skrifar Ikee á Twitter-síðu sína.

Ikee hefur tjáð aðdáendum sínum að hún sé staðráðin í að vinna bug  á veikindunum en hún hefur þurft að aflýsa æfingatörn sinni í Ástralíu.

„Ef þetta er meðhöndlað á réttan hátt er þetta sjúkdómur sem hægt að sigra,“ sagði Ikee, sem hefur dregið þátttöku sína til baka á japanska meistaramótinu í apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert