Tvöfaldur sigur í Úkraínu

Axel Kvaran og Darya Kochkina eru að gera góða hluti.
Axel Kvaran og Darya Kochkina eru að gera góða hluti.

Dansparið Axel Kvaran og Darya Kochkina kepptu á Starlight Grand Prix Cup í Kænugarði, en það er stærsta og sterkasta keppnin í Úkraínu.

Þau unnu Youth I & II Rising star-mótin og urðu í 10. sæti í Youth I þar sem þau kepptu við bestu pör í heimi.

Þau urðu svo í 5. sæti í Youth I í úkraínska bikarnum um þarsíðustu helgi. Hægt er að nálgast fleiri fréttir um dansárangur á þessari slóð. 

mbl.is