Allar íslensku skíðakonurnar bættu sig

María Finnbogasdóttir, Freydís Halla Einarsdóttir og Andrea Björk Birkisdóttir voru …
María Finnbogasdóttir, Freydís Halla Einarsdóttir og Andrea Björk Birkisdóttir voru kátar eftir keppnina. Ljósmynd/Skíðasamband Íslands

Þrír íslenskir keppendur kepptu í aðalkeppninni í svigi kvenna á HM í alpagreinum í Åre í Svíþjóð við krefjandi aðstæður í dag. Skíðakonurnar stóðu sig allar vel og hækkuðu sig um sæti á milli ferða.

Freydís Halla Einarsdóttir var með rásnúmer 40 eftir fyrri ferðina og náði að vinna sig upp í 35. sæti. Hún vann sig því úr rásnúmeri 57 í fyrri ferðinni upp í 35. sætið í mótinu, eða upp um 22 sæti.

María Finnbogadóttir var með rásnúmer 45 eftir fyrri ferðina og náði að vinna sig upp í 38. sæti. María vann sig því úr rásnúmeri 67 í fyrri ferðinni upp í 38. sætið í mótinu, eða upp um 29 sæti.

Andrea Björk Birkisdóttir var með rásnúmer 48 eftir fyrri ferðina og náði að vinna sig upp í 39. sæti. Andrea vann sig því úr rásnúmeri 65 í fyrri ferðinni upp í 39. sætið í mótinu, eða upp um 26 sæti.

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir var einnig meðal keppanda, en náði ekki að klára fyrri ferðina í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert