Táningur sló 22 ára gamalt heimsmet

Samuel Tefera stoltur af nýja heimsmetinu.
Samuel Tefera stoltur af nýja heimsmetinu. AFP

Samuel Tefera frá Eþíópíu sló í gær 22 ára gamalt heimsmet Marokkómannsins Hicham El Guerrouj í 1.500 metra hlaupi innanhúss á heimsbikarmóti í Birmingham.

Hann hljóp á 3:31,04 mínútum og bætti metið um 14 hundraðshluta. Tefera, sem er aðeins 19 ára gamall, varð heimsmeistari í greininni í fyrra. Hann viðurkenndi að heimsmetið hafi komið sér á óvart.

„Ég bjóst alls ekki við þessu, ég trúi þessu ekki. Þetta er ótrúleg tilfinning,“ sagði Tefera við fjölmiðla eftir hlaupið. 

mbl.is