Svindl að transkonur taki þátt í íþróttum

Martina Navratilova vann 18 risamót í tennis á sínum tíma.
Martina Navratilova vann 18 risamót í tennis á sínum tíma. AFP

Tenniskonan fyrrverandi Martina Navratilova, reitti ansi marga til reiði í dag með skrifum sínum um transkonur í íþróttum. Hún segir það ósanngjarnt að transkonur fái að taka þátt í íþróttum með öðrum konum. 

Navratilova hefur lengi barist fyrir réttindum samkynhneigðra og transfólks á síðustu árum. Hún er sjálf samkynhneigð og varð fyrir fordómum þegar hún kom út úr skápnum. Hún hefur verið í samstarfi við samtök sem berjast fyrir slíkum réttindum samkynhneigðra og transfólks, en þau slitu samstarfinu við hana í kjölfar ummælanna. 

„Karlmaður getur ákveðið að verða kona, tekið hormóna og unnið allt saman í íþróttum og orðið ríkur í leiðinni og svo hætt við og farið að búa til börn á ný. Það er klikkað og það er svindl. Ég mun glöð ræða við transkonu um hvað sem er en ég er ánægð að þurfa ekki að mæta henni á íþróttavellinum,“ skrifaði Navratilova í Sunday Times. 

Rachel McKinnon, sem varð á dögunum fyrsta transkonan til að vinna heimsmeistaratitil í hjólreiðum, segir skrif Navratilovu ógnvænleg, móðgandi og full af fordómum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert