Keppt í breikdansi á ÓL í París?

Breikdans verður líklega meðal keppnisgreina á Ólympíuleikunum í París 2024.
Breikdans verður líklega meðal keppnisgreina á Ólympíuleikunum í París 2024. AFP

Útlit er fyrir að keppt verði í breikdansi á Ólympíuleikunum í París árið 2024 en skipuleggjendur leikanna hafa lagt þetta til við Alþjóðaólympíunefndina. 

Áður höfðu skipuleggjendur leikanna í París lagt til að keppt verði á hjólabretti, brimbretti og í klifri á leikunum í París 2024, rétt eins og gert verður í Tókíó á næsta ári. Alþjóðaólympíunefndin á þó eftir að taka endanlega afstöðu til allra fjögurra greinanna varðandi leikana í París 2024 en fyrir liggur að keppendafjöldi má ekki fara yfir 10.500 manns.

mbl.is