Hlynur getur ekki kvartað

Hlynur Andrésson er á leið á EM í Glasgow.
Hlynur Andrésson er á leið á EM í Glasgow. Ljósmynd/Gunnlaugur Júlíusson

Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson verður á meðal keppenda á Evrópumeistaramótinu innnanhúss í frjálsum íþróttum sem fram fer í Glasgow um aðra helgi, dagana 1. til 3. mars.

Eins og fram kom í blaðinu í gær þá náði Hlynur lágmarkinu fyrir EM á móti í Bergen á miðvikudagskvöldið. Hlynur hljóp raunar vel undir lágmarkinu en hann kom í mark á 7:59,11 mínútum.

„Ég er nokkuð ánægður. Þetta var í raun lítið mót í Noregi sem vinur minn bauð mér á. Við vorum nánast bara tveir að hlaupa saman í þessari grein en við hlupum hratt og ég er fyrst og fremst ánægður með að hafa náð lágmarkinu,“ sagði Hlynur þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær en hann bætti tíma sinn verulega ef miðað er við hefðbundna innanhúsbraut.

Nánar er rætt við Hlyn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert