Fann smell í olnboganum

Helgi Sveinsson.
Helgi Sveinsson. mbl.is/Golli

Helgi Sveinsson, heimsmethafi í spjótkasti úr Ármanni, vinnur nú að því að ná sér góðum eftir að hafa farið í aðgerð á olnboga í september á síðasta ári.

„Staðan er nú bara nokkuð góð. Ég fer óvenju vel út úr þessu myndi ég segja. Er kominn af stað í endurhæfingarferlinu og er líklega á undan áætlun. Alla vega frá mínum bæjardyrum séð,“ sagði Helgi þegar Morgunblaðið tók púlsinn á honum í gær. Meiðslin gerðu vart við sig snemma síðasta sumar og Helgi fór því í gegnum tímabilið nánast sem hálfur maður.

„Þetta gerðist allt í einu þegar ég fann smell í olnboganum. Þegar ég fékk greininguna þá hafði liðband losnað frá vöðvafestingu.

Aðgerðin var gerð hinn 13. september. „Einfalda lýsingin er að varahlutir voru teknir annars staðar úr handleggnum. Liðband sem var fyrir ofan úlnlið á sömu hendi, sem ég þarf víst ekki að nota, var sett í olnbogann. Sumir eru með tvö slík liðbönd á þessum stað í handleggnum en svo eru aðrir ekki með þetta.“

Sjá viðtal við Helga í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »