SA vann í tólf marka leik

SA hafði betur gegn Reykjavík í markaleik.
SA hafði betur gegn Reykjavík í markaleik. mbl.is/Kristinn Magnússon

SA hefði betur gegn Reykjavík, í miklum markaleik í Hertz-deild kvenna í íshokkíi í kvöld, 7:5. Voru liðin að mætast í níunda sinn í vetur og er SA búið að vinna alla leikina til þessa.

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 1:1. Sigrún Árnadóttir kom Reykjavík yfir á 5. mínútu en Kolbrún Garðarsdóttir jafnaði á 14. mínútu. Fjörið var meira í öðrum leikhluta þar sem fimm mörk voru skoruð. 

Fyrst kom Hilma Bergsdóttir SA í 2:1, en Sigrún Árnadóttir jafnaði með sínu öðru marki. Anna Einisdóttir kom SA aftur yfir, 3:2, en aftur jafnaði Reykjavík er Kristín Ingadóttir skoraði. SA komst hins vegar yfir í þriðja skiptið í leikhlutanum er Katrín Björnsdóttir skoraði og var staðan 4:3 fyrir síðasta leikhlutann. 

April Orongan og Hilma Bergsdóttir komu SA í 6:3, en sem fyrr gafst Reykjavík ekki upp. Sigrún Árnadóttir minnkaði muninn í 6:4 og Elín Darko minnkaði hann enn frekar, sjö mínútum fyrir leikslok, 6:5. SA átti hins vegar lokaorðið því Silvía Björgvinsdóttir skoraði sjöunda mark meistaranna í blálokin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert