Markmiði náð fimm ár í röð

Elías Snorrason og Svana Katla Þorsteinsdóttir urðu Íslandsmeistarar í kata.
Elías Snorrason og Svana Katla Þorsteinsdóttir urðu Íslandsmeistarar í kata. mbl.is/Hari

„Mér finnst alltaf jafn gott að taka bikarinn með mér heim, núna fimmta árið í röð,“ sagði Svana Katla Þorsteinsdóttir, karatekona úr Breiðabliki, í samtali við Morgunblaðið en hún varð um helgina Íslandsmeistari í kata fimmta árið í röð.

Um 20 keppendur auk fimm hópkataliða tóku þátt í Íslandsmeistaramótinu sem fram fór um helgina. Svana vann Freyju Stígsdóttur í úrslitum kvenna en Elías Snorrason, KFR, vann Aron Ahn Ky Hyunh í úrslitum karla. Þetta var sjötti Íslandsmeistaratitill Elíasar á síðustu níu árum. Þá vann lið Þórshamars keppni í hópkata, bæði í karla- og kvennaflokki.

Svana segir að skipulag og agi sé lykillinn að sínum árangri, en hún hefur æft íþróttina frá tíu ára aldri. Hún á að baki langan feril með landsliðinu og nú fimm Íslandsmeistaratitla í kata í röð.

„Fyrir mig er karate útrás. Þú kemur inn í karatesalinn og allt verður betra. Ég setti mér það markmið að ná titlinum fyrst fyrir fimm árum. Svo þegar ég náði þriðja árinu setti ég mér markmiðið að ná fimmta árinu. Ég er mjög sátt við að ná því og þarf að setjast niður núna og skoða næstu markmið,“ sagði Svana. En hefur hún pláss fyrir allar sínar viðurkenningar?

„Ég er með svolítið stórar hillur, en það er nú að verða svolítið troðið. Ég segi alltaf við bikarinn að hann muni koma aftur með mér heim,“ sagði Svana í léttum dúr.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert