McGregor handtekinn

Conor McGregor.
Conor McGregor. AFP

Írski bardagakappinn Conor McGregor var handtekinn í Miami í Bandaríkjunum í gær fyrir að brjóta farsíma aðdáanda þegar hann reyndi að taka mynd af McGregor.

Írinn var kærður fyrir vopnað rán en atvikið átti sér stað fyrir utan næturklúbb í Miami í fyrrinótt. Lögreglan segir að McGregor hafi slegið farsímann úr höndum aðdáandans og hafi síðan traðkað ofan á símann áður en hann tók hann með sér.

Lögreglan handtók McGregor en honum var síðan sleppt í gærkvöld gegn 12.500 dollara tryggingu.

McGregor hefur verið í Flórída síðustu vikurnar í fríi en hann er að undirbúa endurkomu eftir að hafa tapað bardaga sínum í UFC fyrir Khabib Nurmagomedov í október á síðasta ári. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem McGregor missir stjórn á skapi sínu en hann var í fyrra handtekinn eft­ir meinta árás á rútu í Brook­lyn en fjöldi UFC-bar­dagakappa var í rút­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert