Alls óhræddir Einherjar

Sindri Þór Sigurðsson, Bergþór Pálsson og Viðar Gauti Önundarson á …
Sindri Þór Sigurðsson, Bergþór Pálsson og Viðar Gauti Önundarson á æfingu í Kórnum í gær og í baksýn má sjá leikmenn Empire State Wolfpack búa sig undir viðureign liðanna sem fer fram í kvöld kl. 19.30. mbl.is/Árni Sæberg

„Um er að ræða risaviðburð í amerískum fótbolta hér á landi. Með leiknum tökum við stórt skref fram á við vegna þess að andstæðingurinn, Empire State Wolfpack, er mun sterkari en þau lið sem höfum áður mætt,“ sagði Bergþór Pálsson einn leikmanna Einherja sem stendur fyrir stórleik í amerískum fótbolta í Kórnum í Kópavogi klukkan 19.30 í kvöld.

Fram til þessa hafa Einherjar, sem eru eina liðið hér á landi sem æfir að staðaldri amerískan fótbolta, leikið gegn evrópskum félagsliðum. Alls eru leikirnir orðnir tíu gegn evrópskum félagsliðum á þremur árum. Sjö þeirra hafa Einherjar unnið, þar af fjóra síðustu með yfirburðum.

Að þessu sinni er andstæðingurinn, Empire State Wolfpack frá New York. Leikmenn liðsins eru flestir á milli 23 og 30 ára gamlir. Þeir hafa allir lagt stund á íþróttina frá barnæsku. Empire State Wolfpack leikur hálfatvinnumannadeild á austurströnd Bandaríkjanna og komst alla leið í úrslitaleikinn á síðasta keppnistímabili. Koma liðsins hingað til lands er hluti af undirbúningi þess fyrir næsta keppnistímabil.

Sjá greinina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert