Tap gegn Empire State Wolfpack

Það var hart barist í Kórnum í gær þegar Einherjar …
Það var hart barist í Kórnum í gær þegar Einherjar mættu bandaríska ruðningsliðinu Empire State Wolfpack. Ljósmynd/Einherjar

Einherjar mættu bandaríska liðinu Empire State Wolfpack í amerískum ruðningi í Kórnum í gær. Þetta var fyrsti leikur Einherja gegn bandarísku ruðningsliði. Leiknum lauk með 37:7-sigri Empire State Wolfpack en staðan í hálfleik var 12:7, bandaríska liðinu í vil.

„Við hreyfðum boltann þokkalega vel og vorum alltaf inni í leiknum. Leikurinn var jafnari en stigataflan sýnir. Þó að Wolf Pack væru klárlega sterkara liðið. Þetta var fyrsta skrefið á móti bandarísku liði og við erum alls ekki hættir þar,“ sagði Bergþór Pálsson, fyrirliði Einherja, í leikslok.

Næsti leikur Einherja verður gegn Finnlandsmeisturm Kuopio Steelers 11. maí næstkomandi í Egilshöllinni en liðið stefnir á að mæta öðru bandarísku ruðningsliði snemma á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert