Bið Agnesar tók enda

Agnes í gólfæfingum í fjölþrautinni á laugardag.
Agnes í gólfæfingum í fjölþrautinni á laugardag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Agnes Suto-Tuuha og Valgarð Reinhardsson, bæði úr Gerplu í Kópavogi, urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut í áhaldafimleikum á laugardaginn í húsakynnum Ármanns í Laugardal.

Í gær var keppt í úrslitum á einstökum áhöldum og þar bættust við gullverðlaun hjá þeim báðum. Agnes sigraði á tvíslá en engri í kvennaflokki tókst að ná í fleiri en eitt gull í gær. Andrea Ingibjörg Orradóttir sigraði í stökki, Sunna Kristín Ríkharðsdóttir á jafnvægisslá og Katharína Sybilla Jóhannsdóttir í gólfæfingum.

„Ég hafði beðið eftir þessu svolítið lengi en hingað til hafði mér alltaf tekist að klúðra einhverju,“ sagði Agnes um sigurinn í fjölþrautinni þegar Morgunblaðið ræddi við hana í Laugardalnum í gær en hún hafði aldrei fyrr sigrað í fjölþrautinni. 

„Þetta var frekar sterk keppni þar sem hinar stelpurnar eru mjög flottar. Ég er mjög ánægð enda hafði ég beðið eftir þessu. Mig minnir að þetta sé þrettánda Íslandsmótið mitt. Ég gerði mér grein fyrir því að ég yrði ekki með erfiðustu æfingarnar og leiðin að sigrinum var því að framkvæma æfingarnar eins vel og ég gat. Ég náði öllu sem ég lagði upp með í þetta skiptið,“ sagði Agnes.

Nánar er fjallað um Íslandsmótið í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert