Tom Brady gerir grín að sjálfum sér

Tom Brady fagnar sigrinum í NFL í vetur.
Tom Brady fagnar sigrinum í NFL í vetur. AFP

NFL-meistarinn Tom Brady gerir góðlátlegt grín að sjálfum sér á Twitter og birti þar mynd af sér á skíðum og birti samanburð við skíðadrottninguna Lindsey Vonn. 

Brady segist vera á leiðinni í skíðaferð með fjölskyldunni og bendir á að hann geti ýmislegt bætt þegar kemur að þeirri íþrótt. 

Tom Brady er leikstjórnandi New England Patriots og er sigursælasti leikmaður í sögu NFL en hann hefur sex sinnum orðið meistari.

Lindsey Vonn er sigursælasta skíðakona heimsbikarsins frá upphafi og lagði skíðin á keppnishilluna á dögunum.  

Lindsey Vonn.
Lindsey Vonn. AFP
mbl.is