Sigur hjá Biles í fyrstu keppni ársins

Simone Biles.
Simone Biles. AFP

Fimleikastjarnan Simone Biles frá Bandaríkjunum hóf keppnistímabilið um helgina í Þýskalandi og sigraði í fjölþraut á heimsbikarmóti í Stuttgart. Biles sigraði með nokkrum yfirburðum en hún hafði ekki keppt á heimsbikarmóti í fjögur ár. 

Biles er 22 ára gömul og var ein skærasta stjarna Ólympíuleikanna í Ríó árið 2016. Næstu leikar fara fram í Tókíó sumarið 2020 og verður Biles að teljast sigurstrangleg. 

Biles fékk 58,8 stig fyrir sínar æfingar og var 3,5 stigum fyrir ofan næsta keppanda sem var Ana Padurariu frá Kanada. 

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá æfingar Biles á tvíslá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert