UEFA má ekki rannsaka PSG frekar

Neymar og Kylian Mbappe.
Neymar og Kylian Mbappe. AFP

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur lokið rannsókn sinni á meintum brotum franska félagsins PSG eftir að félagið vann áfrýjun sína í málinu.

UEFA var með PSG í rannsókn vegna brota á fjárhagslegri háttvísi (e. financial fair play) sem segir að félög megi ekki eyða um efni fram. Rann­sókn fór fyrst af stað eft­ir að PSG keypti Neym­ar af Barcelona fyr­ir 222 millj­ón­ir evra sumarið 2017 og gerði hann um leið að lang­dýr­asta leik­manni heims.

Rannsókninni var lokið, en eftir að PSG eyddi síðar 180 millj­ón­um evra í Kyli­an Mbappe ætlaði UEFA að hefja rannsókn að nýju. PSG áfrýjaði þeirri ákvörðun. Í dag kom svo í ljós að UEFA mun ekki geta hafið rannsókn að nýju þar sem fresturinn til þess að gera það var runninn út.

Þessu tiltekna máli er þar með lokið þar sem UEFA má ekki hefja rannsókn að nýju og verður PSG ekki refsað fyrir þessi tilteknu atriði. Samkvæmt fregnum er félagið þó enn undir smásjá UEFA vegna fjármála sinna.

mbl.is