Líkaminn að detta í sundur

Simone Biles.
Simone Biles. AFP

Simone Biles, ein besta fimleikakona allra tíma, segir að Ólympíuleikarnir í Tokyo árið 2020 verði hennar síðustu þar sem líkaminn hennar sé að detta í sundur. Biles vann fjögur gull á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og fjögur gull á HM á síðasta ári. 

Biles hefur verið að glíma við hin ýmsu smávægilegu meiðsli, sem hún segir taka sinn toll. „Ég finn mikið fyrir verkjum og mér líður stundum eins og ég geti ekki meira. Leikarnir í Tokyo verða mínir síðustu,“ sagði hún í samtali við bandaríska fjölmiðla í dag. 

„Líkaminn á mér hefur gengið í gegnum margt og hann er að detta í sundur,“ bætti Biles við. Sú bandaríska er búin að vinna 20 verðlaun á heimsmeistaramótum í gegnum tíðina, þar af fjórtán gullverðlaun. Biles er aðeins 22 ára gömul. 

mbl.is