Ronnie O’Sullivan gæti endurheimt efsta sætið

Ronnie O'Sullivan.
Ronnie O'Sullivan. AFP

Ronnie O’Sullivan, einn snjallasti snókerspilari frá upphafi, er kominn í úrslit á Players Tour Championship-mótinu og gæti endurheimt efsta sæti heimslistans en þar sat hann síðast árið 2010. 

Væri það merkilegt afrek í ljósi þess að kappinn tekur þátt í mjög fáum mótum. En þegar hann keppir er hann ávallt erfiður viðureignar og hefur nú þegar unnið fjögur stórmót á tímabilinu. 

O’Sullivan sigraði Judd Trump í undanúrslitum mótsins 10:9 eftir mikla dramatík en Trump komst í 6:2 í leiknum. 

Ronnie O’Sullivan er 44 ára gamall og fimmfaldur heimsmeistari í snóker. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert