Arnar sigraði á öðrum besta tíma Íslendings

Arnar Pétursson.
Arnar Pétursson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arnar Pétursson bar sigur úr býtum í hálfu maraþonhlaupi sem fram fór í Duisburg í Þýskalandi um nýliðna helgi.

Arnar kom í mark á 1:06,22 klst. og setti nýtt brautarmet en þetta er annar besti tími Íslendings í vegalengdinni. Aðeins Kári Steinn Karlsson á betri tíma, 1:04,55 klst.

Hlaupið var liður í undirbúningi Arnars fyrir heilt maraþon sem hann mun keppa í í Rotterdam í Hollandi í næsta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert