Níræður heimsmeistari

Sigurður Haraldsson keppir í fimm greinum á HM og krækti …
Sigurður Haraldsson keppir í fimm greinum á HM og krækti í gullverðlaun í þeirri fyrstu. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Sigurður Haraldsson úr Leikni á Fáskrúðsfirði varð heimsmeistari í lóðkasti í flokki 90-94 ára á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss sem hófst í Torun í Póllandi á sunnudaginn.

Hann kastaði best 9,35 metra, 93 sentimetrum lengra en Viljo Hyvölä frá Finnlandi sem varð annar. Sigurður á eftir að keppa í fjórum greinum á mótinu og verður væntanlega í verðlaunabaráttu í þeim öllum.

Fríða Rún Þórðardóttir úr ÍR varð í 4. sæti í 8 km hlaupi kvenna 45-49 ára á 35,26 mínútum og í 8. sæti í 3.000 m hlaupi á 10:59,32 mínútum. Fimm Íslendingar eru skráðir til leiks á mótinu sem lýkur á sunnudaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert