Fyrsti sigur strákanna

Axel Snær Orongan skoraði tvö mörk í dag.
Axel Snær Orongan skoraði tvö mörk í dag. Ljósmynd/Stefán

Íslenska U18 ára landslið karla í íshokkíi vann sinn fyrsta leik í A-riðli 3. deildar heimsmeistaramótsins þegar liðið lagði Tyrki, 5:2. Leikið er í Búlgaríu.

Kári Árnason kom Íslandi yfir strax eftir 10 sekúndna leik, en Tyrkir jöfnuðu fyrir lok fyrsta leikhluta. Kári skoraði aftur í öðrum leikhluta, en Tyrkir jöfnuðu á ný. Það var hins vegar í þriðja leikhluta sem íslensku strákarnir sýndu styrk sinn og skoruðu þrjú mörk. Fyrstur var að verki Axel Orongan, svo Unnar Rúnarsson og loks Axel aftur og niðurstaðan 5:2-sigur Íslands.

Ísland mætir Nýja-Sjálandi á morgun og svo Mexíkó í lokaleiknum á sunnudag. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu, fyrst gegn Búlgaríu á mánudag 7:5 og svo gegn Ísrael á þriðjudag, 4:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert