Wilson fékk besta samning sögunnar

Russell Wilson er verðmætasti leikmaður NFL-deildarinnar í dag.
Russell Wilson er verðmætasti leikmaður NFL-deildarinnar í dag. AFP

Leikstjórnandinn Russell Wilson skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Seattle Seahawks sem leikur í bandarísku NFL-deildinni í amerískum fótbolta. Samingurinn gildir til ársins 2023 og fær Wilson 140 milljónir dollara í sinn vasa, eða 35 milljónir dollara á ári.

Þetta er besti samningur sem gerður hefur verið í NFL-deildinni en Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, átti metið fyrir verðmætasta samning deildarinnar en hann þénar í dag 33,5 milljónir dollara á ári.

Wilson hefur verið hjá Seahawks undanfarin sjö ár og hefur liðiðinu sex sinnum tekist að komast í úrslitakeppnina á þessum tíma. Wilson varð NFL-meistari með Seahawks árið 2014 og komst ansi nálægt því að vinna titilinn á nýjan leik árið 2015 þegar liðið tapaði fyrir New England Patriots í leiknum um Ofurskálina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert