Ein besta tilfinning sem ég hef upplifað

Miloslav Racansky, eða Milos eins og hann er jafnan kallaður, skoraði sín fyrstu landsliðsmörk fyrir Ísland í 8:0-sigrinum á Norður-Kóreu á HM í Mexíkó í kvöld. 

Milos fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra, en hann starfar sem yfirþjálfari hjá Skautafélagi Reykjavíkur, ásamt því að spila með liðinu. Hann er einnig í þjálfarateymi U18 og U20 ára karlalandsliðanna. Hann hefur því farið á þrjú heimsmeistaramót á þessu ári. 

„Þetta var mjög góð tilfinning. Ég skoraði ekki í síðasta leik og ég var því mjög glaður að skora núna,“ sagði Milos um fyrstu landsliðsmörkin eftir leik. Hann segir tilfinninguna við að klæðast íslensku landsliðstreyjunni afar góða. 

„Þetta er ein besta tilfinning sem ég hef upplifað. Þetta hefur verið draumur síðan ég var krakki að spila með landsliði. Ég er Tékki en ég er hluti af Íslandi núna,“ sagði hann kátur. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Milos í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert