Erna yfir 16 metrana í fyrsta sinn

Erna Sóley Gunnarsdóttir ásamt þjálfara sínum Pétri Guðmundssyni.
Erna Sóley Gunnarsdóttir ásamt þjálfara sínum Pétri Guðmundssyni. Ljósmynd/ÍR

Erna Sóley Gunnarsdóttir kastaði í fyrsta skipti yfir 16 metra í kúluvarpi þegar hún kastaði 16,13 metra í Houston, Bandaríkjunum um helgina.

Erna var þar með að bæta eigið aldursflokkamet í flokki stúlkna 18-19 ára og 20-22 ára. Fyrir átti Erna best 15,78 metra sem hún setti fyrir rúmum tveimur vikum. Með þessu kasti var Erna að komast upp fyrir Ásdísi Hjálmsdóttur á íslenska afrekalistanum í kúluvarpi. Aðeins Íslandsmethafinn Guðbjörg Hanna Gylfadóttir á betri árangur, 16,33 metra.

Hilmar Örn Jónsson sem einnig stundar nám í Bandaríkjunum bætti sig í sleggjukasti í gær þegar hann kastaði 73,13 metra. Það er 75 cm bæting frá hans fyrrum besta árangri frá því árið 2017. Aðeins rétt rúmur metri er nú í Íslandsmetið sem Bergur Ingi Pétursson á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert