Ingvar og Karen tóku fyrsta mót ársins

Ingvar Ómarsson var strax í fyrstu brekku kominn með smá …
Ingvar Ómarsson var strax í fyrstu brekku kominn með smá bil á næstu keppendur í karlaflokki. Hann stóð uppi sem sigurvegari í keppninni. mbl.is/Eggert

Ingvar Ómarsson, úr Breiðabliki og Karen Axelsdóttir, úr Tindi, komu fyrst í mark í Morgunblaðshringnum, fyrstu fjallahjólakeppni (XC) ársins, sem lauk nú fyrir stuttu. Um er að ræða fyrstu af fjórum bikarkeppnum ársins í fjallahjólreiðum.

Ingvar, sem er núverandi Íslandsmeistari, tók strax nokkuð afgerandi forystu í meistaraflokki karla og var í fyrstu brekkunni kominn með talsvert bil á næstu menn. Hann jók við það á fyrsta hringnum og var með rúmlega 25 sekúndna forystu á Hafstein Ægi Geirsson, í HFR, eftir fyrsta hring. Kristinn Jónsson, úr HFR, sem keppir í flokki U23 drengja var í þriðja sæti eftir fyrsta hring og Bjarki Bjarnason, úr HFR, sem keppir í meistaraflokki var í fjórða sæti.

Karen Axelsdóttir kom fyrst í mark í kvennaflokki.
Karen Axelsdóttir kom fyrst í mark í kvennaflokki.

Ingvar hélt forystunni og jók við forskotið bæði á öðrum og fjórða hring, en samtals fóru keppendur í meistaraflokki karla fjóra hringi. Kom hann í mark með rúmlega mínútu forskot á Hafstein sem endaði í öðru sæti.

Talsvert meiri spenna var hins vegar á milli Kristins og Bjarka um þriðja sætið í heildarkeppninni, en eftir tvo hringi þar sem Kristinn var með forskot gaf Bjarki í og hjólaði Kristin uppi á þriðja hring. Kom hann svo í mark tæplega mínútu á undan Kristni og ljóst var að átökin höfðu verið mikil þegar í markið kom. Birkir Snær Ingvason, úr Tindi, kom svo í mark í fjórða sæti í meistaraflokki karla, og fimmta sæti samtals í karlaflokki.

Kristinn Jónsson.
Kristinn Jónsson. mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert



Sem fyrr segir var Karen Axelsdóttir fyrst í meistaraflokki kvenna. Konurnar hjóluðu þrjá hringi og var Karen samtals 4:20 á undan Kristínu Eddu Sveinsdóttur, úr HFR, sem var í öðru sæti. Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir, úr HFR, var í þriðja sæti og Hrönn Ólína Jörundsdóttir, úr Tindi, í fjórða sæti.

Kristinn var sem fyrr segir fyrstur í flokki U23 drengja, en Agnar Örn Sigurðarson, úr HFR, kom annar. Eyþór Eiríksson, úr Aftureldingu, var fyrstur í junior-flokki karla og í U17 flokki karla var Fannar Freyr Atlason fyrstur. Natalía Erla Cassata, úr HFR, var fyrst í U17 flokki kvenna og Björn Hugi Magnason, úr HFR var fyrstur í flokki U15 drengja. Snorri Karel Friðjónsson var fyrstur í flokki U13 drengja.

Bjarki Bjarnason.
Bjarki Bjarnason. mbl.is/Eggert

Brautin sem farin var í ár var álík þeirri sem keppt var í fyrra, með þeirri stóru breytingu að hringurinn var farinn réttsælis. Örlítið hafði rignt um 2-3 klst fyrir keppni, en brautin var samt nokkuð þurr þegar keppnin hófst. Þegar liðið var á fyrsta hring hóf hins vegar að rigna kröftuglega og varð brautin talsvert blaut, tæknilegri og erfiðari yfirferðar.

mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert