Enginn getur stöðvað mig

Caster Semenya kom langfyrst í mark.
Caster Semenya kom langfyrst í mark. AFP

Hlaupakonan Caster Semenya kom fyrst í mark í 800 metra hlaupi á Demantamóti í Dóha í Katar í dag. Var það síðasta hlaupið hjá Semenya, áður en hún þarf að taka inn lyf sem bæla niður testósterónmagnið í líkama sínum. 

Semenya kom í mark á 1:54,98 mínútu og vann hlaupið með yfirburðum. „Engin manneskja getur stöðvað mig frá frá því að hlaupa," sagði Semenya eftir hlaupið, en hún er tvöfaldur Ólympíumeistari og þrefaldur heimsmeistari. 

Mótið sem hún keppti á í dag fellur ekki undir nýju reglurnar, þar sem þær hafa ekki enn tekið gildi.

Suður-afr­ísk stjórn­völd hafa op­in­ber­lega lýst yfir stuðningi við Semenya og sakað IAAF um for­dóma­fulla hegðun sem sundri frek­ar en að sam­eina íþrótta­fólk. Al­menn­ing­ur í Suður-Afr­íku og liðsfé­lag­ar Semenya í suður-afr­íska landsliðinu hafa einnig sýnt henni stuðning. „IAAF er á til­gangs­laus­um, niður­lægj­andi norna­veiðum,“ sagði sprett­hlaup­ar­inn Ana­so Jo­bodw­ana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert