Boston á leið í úrslitin?

Jake DeBrusk #74 fagnar marki fyrir Boston Bruins.
Jake DeBrusk #74 fagnar marki fyrir Boston Bruins. AFP

Boston Bruins sem á marga stuðningsmenn hérlendis gæti verið á leið í úrslitin um Stanley-bikarinn í NHL-deildinn í íshokkí. Liðið er 2:0 yfir í undanúrslitum. 

Boston er 2:0 yfir gegn Carolina Hurricanes sem kemur frá Norður-Karólínuríki. Næsti leikur verður á heimavelli Carolina. 

Í hinni undanúrslitarimmunni er staðan jöfn 1:1 hjá San Jose Sharks sem er í Kaliforníu og St. Louis Blues. Næsti leikur verður í St. Louis. 

Boston Bruins vann Stanley-bikarinn síðast árið 2011 og hefur alls sex sinnum sigrað.  Carolina Hurricanes sigraði síðast árið 2006. 

Hvorki San Jose né St. Louis hafa unnið Stanley-bikarinn. 

Í fyrra sigraði Washington Capitals.

mbl.is