Óvænt útspil (myndskeið)

Frá keppni í grindahlaupi.
Frá keppni í grindahlaupi. Reuters

Grindahlauparinn Infinite Tucker tryggði sér sigur í 400 metra grindahlaupi á háskólamóti í Arkansasríki í Bandaríkjunum á magnaðan hátt. 

Tucker var annar tveggja sem börðust um sigurinn í æsispennandi endaspretti. Erfitt var að greina hvor þeirra væri í forystu þegar þeir nálgust markið en þá tók Tucker til sinna ráða og spilaði út óvenjulegu spili. mbl.is