Systurnar mætast í Róm

Serena Williams í leiknum gegn Rebeccu Peterson.
Serena Williams í leiknum gegn Rebeccu Peterson. AFP

Systurnar Serena og Venus Williams lenda saman í einliðaleik í 2. umferð Opna ítalska mótsins í tennis sem haldið er í höfuðborginni Róm. 

Venus hafði betur gegn Elise Mertens í fyrstu umferðinni en Serena vann Rebeccu Peterson frá Svíþjóð.

Serena hefur fjórum sinnum sigrað í einliðaleik á Opna ítalska mótinu í gegnum tíðina.

Bandarísku systurnar hafa verið lengi að en Serena er 37 ára gömul og Venus er 38 ára.  

Venus Williams í leiknum gegn Elise Mertens
Venus Williams í leiknum gegn Elise Mertens AFP
mbl.is