Williams og Wozniacki á sjúkralistanum

Serena Williams.
Serena Williams. AFP

Forsvarsmenn Opna ítalska mótsins í tennis kveinka sér nú undan seinheppni sinni en tvær af stærstu tennisstjörnum heims hafa þurft að draga sig út úr mótinu vegna meiðsla. 

Hin danska Caroline Wozniacki hætti keppni í miðjum leik í 1. umferð mótsins vegna meiðsla í fæti. Serena Williams frá Bandaríkjunum hefur nú dregið sig úr keppni eftir aðeins eina umferð en hún átti að mæta systur sinni, Venus, í 2. umferð einliðaleiksins. 

Serena Williams, sem er ein sigursælasta tenniskona frá upphafi, glímir við hnémeiðsli samkvæmt tilkynningu en þau eru ekki talin alvarleg til lengri tíma litið. 

Caroline Wozniacki.
Caroline Wozniacki. AFP
mbl.is