Anton keppir í Bandaríkjunum

Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. Simone Costrovillari

Anton Sveinn McKee, ólympíufari úr Sundfélagi Hafnafjarðar, keppir nú um helgina á TYR Pro Swim Series sem fram fer í Blommington í Indiana-ríki í Bandaríkjunum.

Keppir Anton í 50, 100 og 200 metra bringusundi en síðustu árin hefur Anton snúið sér nánast alfarið að bringusundi og stendur best að vígi í 200 metrunum. 

Anton fer inn í mótið eftir talsvert æfingaálag en hann mun í lok mánaðarins keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum sem haldnir verða í Svartfjallalandi. 

Anton Sveinn hefur verið við æfingar í Bandaríkjunum þar sem hann býr og starfar.

mbl.is