Blaklandslið sem fer til Svartfjallalands

Létt yfir landsliðskonunum á æfingu í byrjun mánaðarins.
Létt yfir landsliðskonunum á æfingu í byrjun mánaðarins. Ljósmynd/@blaksamband.islands

Landsliðsþjálfari kvenna í blaki, Borja Gonzalez, hefur valið 14 kvenna landsliðshóp fyrir Smáþjóðaleikana sem hefjast í Svartfjallalandi í næstu viku.

Landsliðið hefur æft af kappi undanfarnar vikur og var í æfingabúðum í Keflavík nú um helgina. Fyrsti leikur liðsins á Smáþjóðaleikunum er gegn Kýpur á þriðjudaginn eftir rúma viku.

Landsliðshópurinn:

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, fyrirliði
Helena Kristín Gunnarsdóttir
Hjördís Eiríksdóttir
Thelma Dögg Grétarsdóttir
Velina Apostolova
Hulda Elma Eysteinsdóttir
Sara Ósk Stefánsdóttir
Særún Birta Eiríksdóttir
Gígja Guðnadóttir
Unnur Árnadóttir
Matthildur Einarsdóttir
Ana María Vidal Bouza
Birta Björnsdóttir
Kristina Apostolova

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert