Yrði stoltur að keppa fyrir Íslands hönd

Sveinbjörn Iura, til vinstri.
Sveinbjörn Iura, til vinstri. mbl.is/Kristinn

Júdókappinn Sveinbjörn Iura stefnir hörðum höndum að því að vinna sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Tokyo á næsta ári en undanfarnar þrjár vikur hefur hann verið við æfingar í Japan.

Æfingarnar í Japan eru hluti af undirbúningi fyrir komandi stórmót eins og Evrópuleikarnir sem haldnir verða í Hvíta-Rússlandi. 36 efstu í Evrópu öðlast þátttökurétt á Evrópuleikunum og er Sveinbjörn eini íslenski júdómaðurinn sem hefur tryggt sér sæti á þeim.

Sveinbjörn tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Tokyo í Japan í ágúst en mótið fer fram í hinni frægu Budokan-höll sem er þekkt bardagahöll í Japan.

Sveinbjörn Iura.
Sveinbjörn Iura. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er allt partur af ólympíuferlinu og eins og staðan er í dag er ég  í 56. sæti á heimslistanum og ég trúi sjálfur á að það séu góðir möguleikar fyrir mig að komast á Ólympíuleikana ef ég held mínu striki áfram.

Ég yrði stoltur að keppa fyrir Íslands hönd á heimavelli föður míns sem er júdóþjálfari. Ég finn mikinn stuðning frá fólki, bæði Íslendinga og Japana sem búa hér,“ sagði Sveinbjörn í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert