Finnar óvænt í úrslit

Marko Anttila fagnar sigurmarkinu.
Marko Anttila fagnar sigurmarkinu. AFP

Finnland er komið í úrslit á heimsmeistaramóti í karla í íshokkíi eftir óvæntan 1:0-sigur á Rússlandi í undanúrslitum í Slóvakíu í dag. Marko Anttila, leikmaður Jokerit Helsinki í heimalandinu, skoraði sigurmarkið níu mínútum fyrir leikslok. 

Flestir bjuggust við sigri hjá stjörnuprýddu liði Rússa, sem vann alla sjö leiki sína í riðlakeppninni afar sannfærandi. Það dugði hins vegar ekki til gegn Finnum sem töpuðu tveimur í riðlakeppninni. 

Finnar eru aðeins með tvo leikmenn sem leika í bandarísku NHL-deildinni og hefur framganga þeirra komið á óvart. 

Finnland hefur tvívegis orðið heimsmeistari; árin 2011 og 1995. Finnar mæta annað hvort Kanadamönnum eða Tékkum í úrslitum, en sá leikur hefst kl. 17:15. 

mbl.is