Smáþjóðaleikarnir settir í kvöld

Íslenski hópurinn kom saman í Laugardal áður en hann hélt …
Íslenski hópurinn kom saman í Laugardal áður en hann hélt af stað til Svartfjallalands í gærmorgun. Ljósmynd/ÍSÍ

Í kvöld fer fram setningarhátíð Smáþjóðaleikanna 2019 en leikarnir fara að þessu sinni fram í bænum Budva í Svartfjallalandi.

Alls eru 120 keppendur frá Íslandi skráðir til keppni en hópurinn hélt til Svartfjallalands með leiguflugi í gærmorgun. íslendingar taka þátt í átta af tíu keppnisgreinum en það eru; frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur og blak. Ísland tekur ekki þátt í strandblaki eða útiboccia.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá ÍSÍ er stórgóð stemning í íslenska hópnum sem gistir allur í sömu byggingu í Budva. Það kemur í ljós síðar í dag hver fær þann heiður að vera fánaberi Íslands á setningarhátíðinni í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert