Valþór Ingi ráðinn þjálfari í Árósum

Valþór Ingi Karlsson.
Valþór Ingi Karlsson. Ljósmynd/Elite Volley Aarhus

Valþór Ingi Karlsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Elite Volley Aarhus en liðið leikur í dönsku úrvalsdeildinni í blaki. Valþór Ingi var aðstoðarþjálfari liðsins á síðasta tímabili og stýrði liðinu í nokkrum leikjum á síðari hluta tímabilsins. 

Frá þessu er greint á blakfrettir.is en það er svo sannarlega ekki daglegt brauð að Íslendingar taki að sér þjálfun liða í úrvalsdeildum í blaki utan Íslands. Valþóri Inga til aðstoðar verður Simon Kamp Danielsen, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Holte IF.

Valþór Ingi lék með KA hér heima áður en hann söðlaði um og flutti til Árósa fyrir tveimur árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert