Hefja leik á EM í keilu í dag

Íslenska karlalandsliðið í keilu.
Íslenska karlalandsliðið í keilu. Ljósmynd/Keilusamband Íslands

Íslenska karlalandsliðið í keilu hefur í dag keppni á Evrópumóti landsliða sem haldið verður í Dream-Bowl Palace-keilusalnum í München í Þýskalandi, stærsta keilusal í Evrópu en hann telur alls 52 brautir.

Í dag og á morgun verður einstaklingskeppni. Á föstudaginn hefst keppni í tvímenningi og svo tekur við keppni í þrímenningi áður en kemur að fjögurra manna liðakeppni í næstu viku. Mótinu lýkur síðan með úrslitakeppni 24 efstu einstaklinga úr öllum keppnum.

Lið Íslands er þannig skipað:

Andrés Páll Júlíusson, ÍR
Arnar Davíð Jónsson KFR/Hauganes Svíþjóð
Einar Már Björnsson, ÍR
Gunnar Þór Ásgeirsson, ÍR
Gústaf Smári Björnsson, KFR
Jón Ingi Ragnarsson, KFR/BK Brio Svíþjóð

Þjálfari liðsins er Svíinn Robert Anderson.

mbl.is