Fjölhæfur þjálfari tekur við Reykjavíkurliðinu

Peter Bronson þjálfari Reykjavíkurliðsins.
Peter Bronson þjálfari Reykjavíkurliðsins.

Peter Bronson, 47 ára gamall Bandaríkjamaður, hefur verið ráðinn þjálfari sameiginlegs kvennaliðs Skautafélags Reykjavíkur og Fjölnis-Bjarnarins í íshokkí fyrir næsta keppnistímabil.

Bronson er fjölhæfur þjálfari því hann hefur starfað sem golfþjálfari hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar undanfarin tvö ár. Samhliða golfinu á hann að baki feril sem keppnismaður í íshokkí í Póllandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum, ásamt því að þjálfa en Bronson er vottaður þjálfari frá bandaríska íshokkísambandinu.

Hann var kynntur til sögunnar í dag og um leið var afhjúpað nýtt einkennismerki, litur og búningar Reykjavíkurliðsins en það er hluti af átaki sem nú er í gangi til að stórefla kvennaíshokkí á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum, eins og segir í tilkynningu frá liðinu.

Hið nýja merki sameiginlegs liðs SR og Fjölnis-Bjarnarins.
Hið nýja merki sameiginlegs liðs SR og Fjölnis-Bjarnarins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert