„Murena“ úr leik

Andy Murray og Serena Williams eru úr leik á Wimbledon-mótinu.
Andy Murray og Serena Williams eru úr leik á Wimbledon-mótinu. AFP

Andy Murray og Serena Williams eru úr leik í tvíliðaleik á Wimbledon-mótinu í tennis sem fram fer í London eftir 2:1-tap gegn Bruno Soares og Nicole Melichar í dag. Murray og Serena gengu undir nafninu „Murena“ á mótinu í ár en Soares og Melichar unnu fyrsta settið 6:3.

Murray og Serena jöfnuðu metin í öðru setti sem þau unnu 6:4 en Soares og Melichar fögnuðu sigri í oddasettinu þar sem þau unnu öruggan sigur, 6:2, og því fara þau áfram í næstu umferð á meðan Murray og Serena eru úr leik.

Serena er komin áfram í undanúrslit mótsins í einliðaleik kvenna þar sem hún mætir Barboru Strycova en Serena hefur sjö sinnum fagnað sigri á Wimbledon-mótinu í einliðaleik kvenna.

mbl.is