Ásdís ekki með í fyrsta sinn í níu ár

Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Það telst til tíðinda að Ásdís Hjálmsdóttir, fremsti kastari landsins undanfarin ár, mun ekki vera meðal þátttakenda á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli um helgina.

Ásdís hefur búið erlendis í mörg ár en ávallt komið heim til þess að keppa á meistaramótinu. Hún sleppti mótinu síðast árið 2010 og hefur raunar aðeins misst af tveimur mótum frá árinu 2004.

„Ég flutti til Svíþjóðar í fyrra og mun keppa fyrir félag hér á sænska meistaramótinu. Svíarnir eru með reglur um að það má ekki keppa á meistaramóti annars lands sama ár. Annars hefði ég örugglega komið heim, það hefur verið fastur liður,“ segir Ásdís í samtali við Morgunblaðið, en sænska meistaramótið er ekki fyrr en um mánaðamótin ágúst og september.

Eftir að hafa átt kröftugt undirbúningstímabil hefur lítið farið fyrir Ásdísi í sumar, en hún varð fyrir því óláni að meiðast í síðasta upphitunarkastinu á fyrsta móti ársins í maí og varð að draga sig úr keppni. Hún var frá í mánuð í kjölfarið, en er nú að komast aftur á fulla ferð og stefnir á heimsmeistaramótið í Doha sem fer fram í lok september.

Sjá allt viðtalið við Ásdísi á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »