Ari Bragi vann einvígið – Erna með mótsmet

María Rún Gunnlaugsdóttir fremst í 100 metra grindahlaupi og fékk …
María Rún Gunnlaugsdóttir fremst í 100 metra grindahlaupi og fékk gull, eins og í spjótkasti. Fjóla Signý Hannesdóttir (1095) fékk brons. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrri keppnisdegi á 93. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum er lokið, en keppni hefur staðið yfir á Laugardalsvelli í dag þar sem mörg glæsileg tilþrif sáust.

Það var mikil spenna í 100 metra hlaupi. Ari Bragi Kárason kom fyrstur í mark á 10,76 sekúndum, en Kolbeinn Höður Gunnarsson var annar 2/100 úr sekúndu á eftir. Juan Ramon Borges Bosque fékk brons á 10.87 sekúndum.

Í kvennaflokki fékk Dóróthea Jóhannesdóttir gull á 11,98 sekúndum, sem er hennar besti tími í greininni. Andrea Torfadóttir var önnur á 12,14 sekúndum og Agnes Kristjánsdóttir þriðja á 12,19 sekúndum.

Ari Bragi Kárason og Jóhann Björn Sigurbjörnsson koma fyrstir í …
Ari Bragi Kárason og Jóhann Björn Sigurbjörnsson koma fyrstir í mark í undanriðlum 100 metra hlaups í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Erna Sóley Gunnarsdóttir setti mótsmet í kúluvarpi þegar hún sigraði með kasti upp á 15,68 metra. Önnur var Thelma Lind Kristjánsdóttir sem kastaði 12,70 metra og þriðja var María Rún Gunnlaugsdóttir með 11,52 metra kast. Guðni Valur Guðnason vann kúluvarp karla með 17,09 metra kasti, Kristján Viktor Kristinsson var annar á 14,71 metra og Sindri Lárusson og Tómas Gunnar Gunnarsson köstuðu báðir 14,06 metra í þriðja sæti.

María Rún vann hins vegar tvö gull í dag. Hún vann spjótkastið með kasti upp á 40,97 metra. Hildur Helga Einarsdóttir var önnur með 37,76 metra kast og þriðja var Marta María Bozovic Siljudóttir sem kastaði 36,63 metra. Í spjótkasti karla vann Guðmundur Hólmar Jónsson með kasti upp á 56,33 metra, Benjamín Jóhann Johnsen kastaði 54,54 metra og Gunnar Eyjólfsson 44,37 metra.

María Rún Gunnlaugsdóttir í kúluvarpi í dag.
María Rún Gunnlaugsdóttir í kúluvarpi í dag. mbl.is/Árni Sæberg

María Rún vann einnig 100 metra grindahlaup á 14 sekúndum sléttum sem er hennar besti tími í greininni. Glódís Edda Þuríðardóttir var önnur á 14,12 sekúndum og þriðja varð Fjóla Signý Hannesdóttir á 14,66 sekúndum.

Í 110 metra grindahlaupi karla vann Ísak Óli Traustason á 15,14 sekúndum, Árni Björn Höskuldsson var annar á 15,25 sekúndum og Benjamín Jóhann Johnsen þriðji á 15,27 sekúndum.

Ísak Óli Traustason fyrstur í 110 metra grindahlaupi. Benjamín Jóhann …
Ísak Óli Traustason fyrstur í 110 metra grindahlaupi. Benjamín Jóhann Johnsen, til vinstri, hafnaði í þriðja sæti. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarki Rúnar Kristinsson sigraði í þrístökki með stökki upp á 13,92 metra. Annar varð Birgir Jóhannes Jónsson með 13,33 metra stökk og Viktor Logi Pétursson stökk 13,31 metra. Í þrístökki kvenna vann Hildigunnur Þórarinsdóttir með 11,62 metra stökki. Agla María Kristjánsdóttir stökk 11,30 metra og varð önnur og Hekla Sif Magnúsdóttir þriðja með 11,07 metra stökki.

Viktor Logi Pétursson í þrístökki í dag.
Viktor Logi Pétursson í þrístökki í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Kristján Viggó Sigfinnsson vann hástökk þegar hann fór yfir 1,99 metra. Ægir Örn Kristjánsson varð annar þegar hann fór yfir 1,96 metra og Benjamín Jóhann Johnsen var þriðji með 1,93 metra stökki. Í stangarstökki kvenna vann Hulda Þorsteinsdóttir þegar hún fór yfir 3,70 metra. Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir fór yfir 3,35 metra fyrir annað sætið og Stella Dögg Eiríksdóttir Blöndal var þriðja með 3,15 metra stökki.

Ægir Örn Kristjánsson í hástökki í dag.
Ægir Örn Kristjánsson í hástökki í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Í 1.500 metra hlaupi vann Sæmundur Ólafsson á tímanum 4:04,82 mínútum. Hlynur Ólason var annar á 4:15,02 mínútum og Kjartan Óli Ágústsson þriðji á 4:19,25 mínútum. Í kvennaflokki var Aníta Hinriksdóttir ekki með. Sólrún Soffía Arnardóttir vann á 4:53,39 mínútum, önnur var Iðunn Björg Arnaldsdóttir á 4:54,38 mínútum og þriðja var Fríða Rún Þórðardóttir á 5:01,91 mínútum.

Arnór Gunnarsson, Sveinbjörn Óli Svavarsson og Juan Ramon Borges Bosque …
Arnór Gunnarsson, Sveinbjörn Óli Svavarsson og Juan Ramon Borges Bosque í undanriðlum 100 metra hlaups í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Í 400 metra hlaupi vann Hinrik Snær Steinsson á 48,33 sekúndum, annar var Trausti Stefánsson á 49,58 sekúndum og þriðji Bjarni Anton Theódórsson á 50,82 sekúndum. Í kvennaflokki vann Þórdís Eva Steinsdóttir á 56,82 sekúndum, Ingibjörg Sigurðardóttir var önnur á 58,18 sekúndum og þriðja var Katla Rut Robertsdóttir Kluvers á 58,31 sekúndum. Arnar Pétursson vann svo 3.000 metra hlaup á 9:48,03 mínútum.

Dóróthea Jóhannesdóttir, Björg Gunnarsdóttir og Dagbjört Lilja Magnúsdóttir í 100 …
Dóróthea Jóhannesdóttir, Björg Gunnarsdóttir og Dagbjört Lilja Magnúsdóttir í 100 metra hlaupi í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrri dagurinn endaði svo á 4x100 metra boðhlaupum. Í karlaflokki vann sveit FH á tímanum 41,55 sekúndum, sveit Breiðabliks var önnur á 43,75 sekúndum og B-sveit FH þriðja á 43,99 sekúndum. Í kvennaflokki vann sveit FH á 47,66 sekúndum, sveit ÍR var á 49,21 sekúndum og sveit Breiðabliks á 49,64 sekúndum.

Síðari dagurinn hefst svo klukkan 11.30 á morgun með undanriðlum í 200 metra hlaupi.

Aníta Hinriksdóttir í stúkunni á Laugardalsvelli í dag.
Aníta Hinriksdóttir í stúkunni á Laugardalsvelli í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert