Ísland hefur keppni á HM í tennis

Karlalandsliðið í tennis.
Karlalandsliðið í tennis. Ljósmynd/Tennissamband Íslands

Íslenska karlalandsliðið í tennis verður í eldlínunni í 4.deild heimsmeistaramótsins í tennis, Davis Cup, sem hefst í San Marínó í dag.

Tíu þjóðir taka þátt í mótinu en auk San Marínó og Íslands eru það Írland, Kýpur, Armenía, Albanía, Malta, Andorra, Liechtenstein og Kosóvó.

Landsliðið skipa þeir Anton Jihao Magnússon, Birkir Gunnarsson, Daníel Siddall og Egill Sigurðsson. Aðeins Birkir æfir og keppir á Íslandi, þeir Anton og Egill búa á Spáni, en Egill er sá eini með stig á heimslistanum og er nýkominn frá Túnis eftir 7 vikna dvöl og keppni á atvinnumannamótum þar og Daníel keppir í bandarískum háskólatennis.  Daníel er að keppa í fyrsta sinn en Birkir er að keppa á Davis Cup í tíunda sinn. Þjálfari liðsins er Andri Jónsson.

Fyrsti leikur íslenska liðsins er á móti Kýpur í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert