Fjórir Íslendingar á EM

Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH keppir í 400 metra hlaupi.
Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH keppir í 400 metra hlaupi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Evrópumeistaramót 20 ára og yngri í frjálsum íþróttum hefst í Borås í Svíþjóð á morgun en þar munu Íslendingar eiga fjóra keppendur.

Erna Sóley Gunnarsdóttir keppir í kúluvarpi, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í 200 metra hlaupi, Valdimar Hjalti Erlendsson í kringlukasti og Þórdís Eva Steinsdóttir í 400 metra hlaupi.

Einnig höfðu Birna Kristín Kristjánsdóttir, Elísabet Rut Rúnarsdóttir og Tiana Ósk Whitworth náð lágmarki á mótið. Birna og Elísabet taka ekki þátt þar sem þær munu keppa á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar á sama tíma. Tiana Ósk getur ekki keppt vegna meiðsla. Einnig hafði Rut Sigurðardóttir verið valin til þess að hlaupa boðhlaup.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert