Valdimar Hjalti í úrslit á EM

Valdimar Hjalti Erlendsson kastaði 56,04 metra í morgun.
Valdimar Hjalti Erlendsson kastaði 56,04 metra í morgun. Ljósmynd/Fri.is

Valdimar Hjalti Erlendsson er kominn í úrslit í kringlukasti á Evrópumeistaramóti U20 ára í frjálsum íþróttum sem hófst í Borås í Svíþjóð í gær. Valdimar kastaði kringlunni 56,04 metra í undankeppni kringlukastsins í dag og það reyndist nóg en Valdimar á best 56,73 metra í greininni.

Þetta reyndist eina gilda kast Valdimars og endaði hann í níunda sæti í undankeppninni en Yasiel Sotero frá Spáni kastaði best allra eða 60,18 metra. Úrslitin í kringlukasti karla fara fram á sunnudaginn kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert