Breytist draumurinn í martröð?

Ólafur Ingi Skúlason í baráttunni við Morten Beck Guldsmed á …
Ólafur Ingi Skúlason í baráttunni við Morten Beck Guldsmed á Kaplakrikavelli í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan vann verðskuldaðan 3:1-sigur á ÍA í 17. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta á heimavelli sínum í Garðabænum í gærkvöldi. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar ÍA jafnaði metin í 1:1 í lok fyrri hálfleiks, því Stjörnumenn voru sterkari allan hálfleikinn. Stjarnan svaraði með marki á fyrstu sekúndum seinni hálfleiks og var ekki spurning hvort liðið myndi fagna stigunum þremur eftir það.

ÍA skapaði nánast ekki neitt og var sóknarleikur liðsins tilviljanakenndur. Hinum megin var Stjarnan með nægilega mikil gæði til að skora þrjú mörk, þrátt fyrir að Hilmar Árni Halldórsson hafi ekki náð sér sérstaklega á strik. Sigurinn var nauðsynlegur fyrir Stjörnuna í baráttunni um Evrópusæti og eru næstu leikir liðsins gegn Val, FH og Breiðabliki. Þar verður Stjarnan að spila betur.

Eftir byrjun sem lofaði svo góðu fyrir ÍA hefur liðið unnið einn leik af síðustu tólf og tapað fjórum í röð. Fari ÍA illa úr þeim fimm leikjum sem eftir eru er ekki útilokað að liðið falli. Sumar sem byrjaði eins og góður draumur gæti endað sem martröð. johanningi@mbl.is

Ósvikin fagnaðarlæti FH-inga

FH vann dramatískan 2:1-sigur á Fylki í Kaplakrika. Þegar FH tapaði fyrir KA 28. júlí virtist liðið á góðri leið með að sogast niður í fallbaráttu, nokkuð sem FH-ingar vita varla hvað er. Síðan hafa þeir ekki tapað leik, eru í þriðja sæti og komnir í bikarúrslit.

Á tímabili í gærkvöld leit þó út fyrir að Fylkir myndi ná FH að stigum. Árbæingar komust yfir og héldu þá einhverjir að FH-ingar, leikandi sinn þriðja leik á sjö dögum, hefðu ekki orku í að kreista út stigin þrjú. En fagnaðarlætin voru ósvikin þegar Brandur Olsen skoraði sigurmarkið á 90. mínútu og stuðningsmenn FH fóru brosandi úr Krikanum.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »