Fékk silfur á NM

Eva María Baldursdóttir fékk silfur í Noregi um helgina.
Eva María Baldursdóttir fékk silfur í Noregi um helgina. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Hástökkvarinn Eva María Baldursdóttir hafnaði í öðru sæti í hástökki á Norðulandamóti U20 í frjálsum íþróttum sem fram fór í Kristiansand í Nor­egi um helgina. Eva María er 16 ára gömul en hún stökk 1,76 sentimetra og jafnaði þar með sinn besta árangur. 

Sigurvegarinn í greininni kom frá Finnlandi og stökk hún 1,79 sentimetra. Eva María hefur átt frábært sumar og varð meðal annars Íslandsmeistari í fullorðinsflokki í hástökki og þá hafnaði hún í öðru sæti á Gautaborgarleikunum í Svíþjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert