Íslandsmeistari fjórða árið í röð

Arnar Pétursson er Íslandsmeistari karla fjórða árið í röð.
Arnar Pétursson er Íslandsmeistari karla fjórða árið í röð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnar Pétursson sigraði í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2019. Maraþonið er jafnframt Íslandsmeistaramót í maraþoni og Arnar því Íslandsmeistari og það fjórða árið í röð. Tími Arnars var 2:23:08 og er það besti tími sem Íslendingur hefur náð í Reykjavíkurmaraþoni.

Brian Petrocelli frá Bandaríkjunum var í öðru sæti á 2:38:20 og í þriðja sæti Drake Vidrine, einnig frá Bandaríkjunum á 2:44:45. Fjórði og annar Íslendingur í mark var Sigurjón Ernir Sturluson á 2:45:40 en í þriðja sæti í Íslandsmeistaramótinu var Kristján Svanur Eymundsson á 2:49:50.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert