Í fyrsta skipti í 30 ár

Finnur Steingrímsson með verðlaunagripi fyrir sigurinn.
Finnur Steingrímsson með verðlaunagripi fyrir sigurinn. Ljósmynd/GKG

Íslandsmótinu í riffilgreininni Bench Rest lauk á svæði Skotfélags Reykjavíkur í gær. Íslandsmeistari varð Finnur Steingrímsson úr Skotfélagi Akureyrar en hann skaut öllum sínum 50 skotum í tíuna eða alls 500 stig og eins var hann með 17 innri tíur.

Er hann fyrsti Íslendingurinn til að ná í 500 stig í 30 ár. Í öðru sæti varð Gylfi Sigurðsson úr Skotfélagi Húsavíkur með 498 stig og 28 innri tíur. Í þriðja sæti hafnaði Jóhannes Frank Jóhannesson úr Skotdeild Keflavíkur með 498 stig og 23 innri tíur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert